Fréttir | 24. sep. 2019

Annar dagur í Nuuk

Forseti og forsetafrú héldu áfram heimsókn sinni til Grænlands og áttu fund með forsætisráðherra Grænlands, Kim Kielsen, og konu hans í stjórnarráðinu í Nuuk. Að þeim fundi loknum hélt forseti með forsætisráðherranum í stutta siglingu á Nuukfirði en forsetafrúin skoðaði kvennaathvarf í Nuuk, átti fund með verkefnisstjóra UNICEF og hitti að máli umboðsmann barna. Eftir hádegi heimsóttu hjónin Háskóla Grænlands og ræddu þar við hóp nemenda á félagsvísindasviði en þá tók við heimsókn í grænlenska þingið, Inatsisartut, þar sem þau sátu stutta stund á þingfundi og hlýddu á umræður en áttu svo viðræður við Vivian Motzfeldt, forseta þingsins. Þá var haldið til fundar við landstjóra Dana, Mikaela Engell, en deginum lokið með hátíðarkvöldverði í boði landstjórnarinnar. Ávarp forseta á íslensku, grænlensku og ensku.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar