Fréttir | 26. sep. 2019

Rafíþróttir

Forseti á fund með Ólafi Hrafni Steinarssyni, formanni Rafíþróttasamtaka Íslands. Rætt var um gildi rafíþrótta í nútímasamfélagi og nauðsyn þess að skapa heilbrigðan og öflugan vettvang fyrir þá sem þær vilja stunda, til dæmis innan íþróttafélaga og í skipulögðu tómstundastarfi. Þá var minnst á það hvernig ábyrgðarfull og skynsamleg iðkun tölvuleikja getur aukið sjálfstraust fólks, félagsleikni og skipulagshæfni.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar