Fréttir | 10. okt. 2019

Geðheilbrigði

Forsetahjón sækja hátíð í Salnum í Kópavogi í tilefni alþjóða geðheilbrigðisdagsins. Ýmis góðgerðar- og hjálparsamtök kynntu starfsemi sína fyrir forsetahjónum og öðrum gestum. Þau fluttu svo saman ávarp og minntu á þema dagsins, mikilvægi forvarna gegn sjálfsvígshugsunum og sjálfskaða. Þessi dagur var fyrst haldinn hátíðlegur á Íslandi 10. október 1996. Verndari dagsins og ræðumaður í það skipti var Guðrún Katrín Þorbergsdóttir forsetafrú. Var það fyrsta opinbera verk hennar eftir að þau Ólafur Ragnar Grímsson forseti fluttu á Bessastaði.

 

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar