Fréttir | 15. okt. 2019

Leiðtogahæfni - konur í raunvísindum

Forsetafrú heldur fyrirlestur á námskeiðinu Leiðtogahæfni - konur í vísindum STEMM (Science-Technology-Engineering-Mathematics-Medicine) við Háskóla Íslands. Námskeiðið er haldið fyrir konur í framhaldsnámi í raunvísindagreinum en hlutur kvenna í raunvísindum er sífellt að aukast samhliða því að fleiri konur útskrifast úr framhaldsnámi. Forystu- og stefnumótunarþjálfun snemma á ferlinum hjálpar til að við að byggja upp sjálftraust, auka leiðtogahæfni og til að átta sig á hæfileikum sínum og gildum í lífi og starfi. Slík þjálfun mun tryggja færni til að hafa áhrif, hvort sem er í heimi háskólasamfélagsins eða þar sem vísindi eru notuð við ákvörðunartöku.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar