Fréttir | 26. okt. 2019

Tundurspillirinn Skeena

Forseti tekur á móti hópi nema og fylgdarliðs frá bænum Port Hope í Kanada. Hópurinn tilheyrir flokknum „Skeena“ í þjálfunardeild kanadíska sjóhersins og er hér á landi í fræðsluferð, en jafnframt til að heiðra minningu þeirra 15 landa þeirra sem drukknuðu þegar tundurspillirinn Skeena strandaði við vesturenda Viðeyjar árið 1944.
Undir forystu Einars Sigurðssonar útgerðarmanns og skipstjóra tókst að bjarga hinum um borð, nær 200 manns. Stutta lýsingu á þeirri dáð má lesa hér. Guðrún dóttir Einars sótti móttökuna á Bessastöðum ásamt öðrum ættmennum. Árið 2006 var minnisvarði um björgunarafrekið settur upp í Viðey.

 

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar