Fréttir | 29. okt. 2019

Sendiherra Namibíu afhendir trúnaðarbréf

Forseti tekur á móti nýjum sendiherra Namibíu, George Mbanga Liswaniso, sem afhendir trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um sameiginlega hagsmuni Íslands og Namibíu á alþjóðavettvangi og var sjónum einkum beint að mengun hafanna, plasti og öðrum úrgangi sem spillir lífríkinu. Þá var rætt um árangur Namibíumanna og frumkvæði í jafnréttismálum, og möguleika á samstarfi ríkjanna í þeim efnum. Loks var rætt um fiskveiðar undan ströndum Namibíu og framtíðarhorfur þar í þágu heimamanna.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar