Fréttir | 02. nóv. 2019

Guðjón Samúelsson

Forseti opnar sýningu um lífsstarf Guðjóns Samúelssonar. Sýningin er í Hafnarborg í Hafnarfirði, einni þeirra fjölmörgu bygginga sem Guðjón hannaði. Hann lauk háskólanámi í byggingarlist fyrir einni öld, fyrstur Íslendinga, var skipaður húsameistari ríkisins ári síðar og setti í því embætti meira mark á húsagerð hér á landi en nokkur annar fyrr og síðar. Verk hans voru umdeild og hafa fáir listamenn sætt eins óvæginni gagnrýni eins og getið er í sýningarskrá. Í ávarpi minnti forseti m.a. á sjónarmið Guðjóns um endurbætur og breytingar á Bessastaðakirkju á fyrri hluta síðustu alda.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar