Fréttir | 02. nóv. 2019

Landslið hestamanna

Forseti tekur á móti landsliði hestamanna. Sveit Íslands gerði garðinn frægan á á heimsmeistaramóti íslenska hestsins sem haldið var í Berlín í Þýskalandi í ágúst. Sveitin vann til 11 gullverðlauna undir forystu Sigurbjörns Bárðarsonar landsliðsþjálfara. Í ávarpi á Bessastöðum óskaði forseti hestamönnum til hamingju með þennan góða árangur og minnti á mikilvægi hestamennsku í landkynningu og ferðaþjónustu. Þá flutti Lárus Ástmar Hannesson, formaður Landssambands hestamannafélaga, þakkaorð fyrir hönd knapanna og fylgdarliðs.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar