Fréttir | 05. nóv. 2019

MND félagið og Hótel- og matvælaskólinn

Forsetahjón sitja kvöldverðarboð MND félagsins og Hótel- og matvælaskólans við Menntaskólann í Kópavogi. Á borðum voru ljúffengir réttir sem brögðuðust og litu út eins og nafn þeirra gaf til kynna – til dæmis marineruð síld og kjúklingalifrarkæfa, skötuselur og humar. Aftur á móti var fæðið fínmaukað og orkubætt og þannig hæft fólki sem á erfitt með eða er ómögulegt vegna veikinda að kyngja mat. Matartækna- og matreiðslunemar skólans sáu um matseld og meðal gesta voru forystusveit MND félagsins og fagfólk í stóreldhúsum og dvalarheimilum.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar