• Ljósmynd: Kristinn Ingvarsson.
Fréttir | 05. nóv. 2019

Íslensku menntaverðlaunin

Forseti undirritar á Bessastöðum samkomulag um Íslensku menntaverðlaunin. Sama gerðu Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, fyrir hönd sinna ráðuneyta. Auk embættis forseta Íslands og þessara tveggja ráðuneyta standa eftirtaldir að verðlaununum: Félag um menntarannsóknir, Grunnur – félag fræðslustjóra og stjórnenda skólaskrifstofa, Kennaradeild Háskólans á Akureyri, Kennarasamband Íslands, Menntamálastofnun, Menntavísindasvið Háskóla Íslands, Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri, Samband íslenskra sveitarfélaga, Samtök áhugafólks um skólaþróun og Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar. Nánari upplýsingar má sjá hér.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar