Fréttir | 17. nóv. 2019

Minningardagur umferðarslysa

Forseti sækir minningarathöfn um þá sem látist hafa í umferðarslysum. Viðburðurinn var við þyrlupall bráðamóttöku Landspítalans í Reykjavík og fólk safnaðist einnig saman af sama tilefni annars staðar á landinu. Ár hvert er minningardagur af þessu tagi haldinn um víða veröld. Forseti flutti ávarp og sömuleiðis Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Þá hélt Ása Ottesen ræðu. Bróðir hennar lést í bílslysi fyrir mörgum árum og fyrr á þessu ári slasaðist systir hennar alvarlega á vegum úti.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar