• Ljósmyndir: María Kjartansdóttir.
  • Ljósmyndir: María Kjartansdóttir.
Fréttir | 18. nóv. 2019

Heimsþing kvenleiðtoga

Forseti tekur á móti þátttakendum á Heimsþingi kvenleiðtoga, Reykjavík Global Forum sem haldið er í borginni þessa daga. Viðburðinn sækja um 450 konur frá um 100 ríkjum. Þingið er nú haldið hér á landi í annað sinn og verður haldið hér næstu tvö ár í það minnsta. Í ávarpi á Bessastöðum minnti forseti á frumkvæði og árangur Íslendinga í jafnréttismálum en enn væri verk að vinna, hér á landi eins og um víða veröld. Forseti Íslands er alþjóðlegur talsmaður átaksins HeForShe á vegum jafnréttis- og kvenréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UN Women.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar