Fréttir | 18. nóv. 2019

Máritíus

Forseti á fund með Ameenah Gurib-Fakim, fyrrverandi forseta Máritíus. Gurib-Fakim sækir Heimsþing kvenleiðtoga, The Reykjavík Global Forum - Women Leaders sem nú stendur yfir í Reykjavík. Hún var kjörin forseti Máritíus árið 2015, fyrst kvenna í Afríkuríki. Eftir ásakanir um fjármálamisferli, sem hún vísaði á bug, sagði hún af sér embætti þremur árum síðar. Gurib-Fakim er líffræðingur að mennt og hefur unnið að því að vekja fólk víða um heim til vitundar um loftslagsmál. Þá hefur hún einbeitt sér að því að auka vægi vísinda og tækni í Máritíus og víðar í Afríku.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar