Fréttir | 19. nóv. 2019

Dalia Grybauskaitė

Forseti á fund með Dalia Grybauskaitė, fyrrverandi forseta Litháens. Hún situr Heimsþing kvenleiðtoga, Reykjavík Global Forum sem nú stendur yfir í borginni. Grybauskaitė vinnur nú m.a. með UN Women, samtökum Sameinuðu þjóðanna fyrir jafnrétti og valdeflingu kvenna. Dalia Grybauskaitė var forseti Litháens frá júlí 2009 til jafnlengdar 2019, fyrst kvenna í því embætti og fyrst forseta þar til að ná endurkjöri eftir fyrra fimm ára kjörtímabil sitt. Í Litháen mega menn ekki gegna forsetaembætti í meira en tvö kjörtímabil í röð. Rætt var um stöðu kvenna á alþjóðavettvangi, ekki síst í áhrifastöðum, þróun alþjóðamála og mikilvægi þess að raddir smáríkja heyrist innan alþjóðasamtaka.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar