Fréttir | 19. nóv. 2019

Mabel van Oranje

Forseti á fund með Mabel van Oranje, aðgerðasinna á sviði mannréttinda. Hún er í forystusveit samtakanna Girls Not Brides sem berjast gegn hjónaböndum stúlkna á barns- og unglingsaldri. Í síðasta mánuði stóð Íslandsdeild samtakanna UN Women einmitt fyrir landssöfnun þar sem fé var safnað í þágu aðgerða gegn þessari áþján. Van Oranje lætur einnig til sín taka innan annarra góðgerðarsamtaka og sækir þessa daga Heimsþing kvenleiðtoga, Reykjavík Global Forum sem haldið er í höfuðborginni. Fyrir utan störf sín að mannúðarmálum er Mabel van Oranje þekkt sem prinsessa í Hollandi, mágkona Vilhjálms Alexanders Hollandskonungs.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar