Fréttir | 20. nóv. 2019

Atifete Jahjaga

Forseti tekur á móti Afitete Jahjaga, fyrrverandi forseta Kósovó. Jahjaga var þar þjóðhöfðingi árin 2011‒2016, yngst kvenna til að ná kjöri til slíks embættis í heiminum. Hún sækir nú Heimsþing kvenleiðtoga, Reykjavík Global Forum, hér á landi. Rætt var um leiðir til að efla stöðu kvenna á alþjóðavettvangi, ekki síst í viðræðum um frið og sættir að loknum átökum þar sem konur og börn eru einatt meðal saklausra fórnarlamba. Þá var rætt um stöðu Kósovó og framtíðarhorfur. Íslensk stjórnvöld viðurkenndu sjálfstæði landsins árið 2008 og nýtur það nú slíkrar viðurkenningar af hálfu rúms helmings aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar