Fréttir | 14. des. 2019

Matarmarkaður Íslands

Forsetahjón sækja Matarmarkað Íslands sem haldinn er í Hörpu í Reykjavík. Bændur og aðrir athafnamenn höfðu þar á boðstólum varning sinn, kjötmeti og grænmeti, sósur og sjávarfang auk ýmissa annarra kræsinga, að ekki sé minnst á öl og annan drykk. Nú eru átta ár frá því að matarmarkaðurinn var fyrst haldinn og sífellt fjölgar þeim sem þar vilja kynna framleiðslu sína, einatt beint frá býli eða öðru búi.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar