Fréttir | 14. des. 2019

Norrænir lögregluþjónar

Forseti tekur á móti fulltrúum íþróttafélaga lögregluþjóna á Norðurlöndum og Eistlandi. Norræna lögregluíþróttasambandið var stofnað 13. desember 1969 og var hálfrar aldar afmæli þess fagnað hér á landi enda er Óskar Bjartmarz, formaður Íþróttasambands lögreglumanna á Íslandi, einnig formaður norrænu samtakanna um þessar mundir. Á fjögurra ára fresti keppa lögreglumenn innan vébanda þeirra í hinum ýmsu greinum, m.a. handknattleik og knattspyrnu, skotfimi og júdó, og áður fyrr reyndu þeir einnig með sér í frjálsum íþróttum og lyftingum.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar