Fréttir | 28. des. 2019

Íþróttamaður ársins

Forsetahjón sækja hátíðarviðburð Samtaka íþróttafréttamanna í Hörpu í Reykjavík. Þar var lýst kjöri íþróttamanns ársins. Þjálfari ársins var einnig útnefndur, sem og lið ársins og þeir karlar og konur sem þóttu skara fram úr í sinni íþrótt, hlutu viðurkenningar. Forseti flutti ávarp og tók þar m.a. undir þau orð, sem heyrst hafa meðal almennings og á opinberum vettvangi undanfarin ár, að huga þurfi að nýjum leikvangi og keppnishöll fyrir landsleiki Íslands á innlendri grundu, í stað þeirra mannvirkja sem reist voru af stórhug um miðja síðustu öld. Upplýsingar um afstöðu stjórnvalda má m.a. lesa hér og hér. Hluta af ávarpi forseta má sjá hér.

 

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar