Fréttir | 16. jan. 2020

Samverustundir

Forseti sækir samverustundir vegna snjóflóða á Vestfjörðum. Fyrst sótti forseti samkomu í Lindakirkju í Kópavogi í boði Önfirðingafélagsins. Flateyringar og aðrir komu þar saman, minntust þeirra sem létust í snjóflóðinu á Flateyri í október 1995 og sýndu samkennd eftir flóðin þar í fyrradag. Forseti flutti ávarp sem lesa má hér. Að kvöldi áttu Súðvíkingar og aðrir samverustund í Guðríðarkirkju í Reykjavík. Á báðum stöðum flutti Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands bæn. Þá var Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, í för með forseta.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar