Fréttir | 28. jan. 2020

Kynjajafnrétti á vinnustöðum

Eliza Reid forsetafrú ræðir um kynjajafnrétti á vinnustöðum við nemendur í námskeiðinu „Managing Diversity and Inclusion“ við Háskóla Íslands. Deildi hún reynslu sinni í þessum efnum sem kona af erlendum uppruna á Íslandi, allt frá því jákvæða viðhorfi sem hún hefur mætt þegar nýjar hugmyndir eru annars vegar til þeirra áskorana sem fylgja því að færa erlenda menntun og alþjóðareynslu yfir í íslenskt samhengi þegar sótt er um störf. Loks fjallaði hún um gildi þess að hafa sýnilegar, jákvæðar fyrirmyndir í samfélaginu.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar