Fréttir | 28. jan. 2020

Sendiherra Lesótós

Forseti tekur á móti nýjum sendiherra Lesótós, Sekhulumi Paul Ntsaole. Rætt var um menntun sem forsendu framfara um víða veröld enda sinnti sendiherrann fræðslu og menntun lengst af síns starfsferils. Þá var rætt um fiskeldi í Lesótó og aðrar efnahagsumbætur þar í landi. Loks var rætt um stöðu mála á stjórnmálasviðinu og horfur á þeim vettvangi.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar