Fréttir | 28. jan. 2020

Íslensku bókmenntaverðlaunin

Forseti afhendir Íslensku bókmenntaverðlaunin við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Í flokki fræðirita og bóka almenns efnis hlaut Jón Viðar Jónsson verðlaunin fyrir Stjörnur og stórveldi á leiksviðum Reykjavíkur 1925-1965. Í flokki barna- og ungmennabóka hlaut Bergrún Íris Sævarsdóttir verðlaunin fyrir bókina Langelstur að eilífu. Í flokki fagurbókmennta hlaut Sölvi Björn Sigurðsson verðlaunin fyrir skáldsöguna Selta - Apókrýfa úr ævi landlæknis.

Ávarp forseta við afhendingu verðlaunanna.

Fréttatilkynning um verðlaunin og verk sem tilnefnd voru til þeirra.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar