Fréttir | 30. jan. 2020

Hugarafl

Forseti á fund með 12. september hópi samtakanna Hugarafls. Samtökin eru samstarfsvettvangur þeirra sem hafa gengið í gegnum andlegar áskoranir og aðstandendur þeirra. Samtökin vilja meðal annars útrýma fordómum, efla þekkingu um bata og auka mannréttindi fólks með geðraskanir. Á fundinum kynnti hópurinn forseta nýja skýrslu sína sem ber heitið Rauðir þræðir. Stefnumótandi tillögur ungs fólks með persónulega reynslu af öngstræti varðandi sjálfsskaða, sjálfsvígshugsanir og sjálfsvíg.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar