Fréttir | 07. feb. 2020

Heilavinir og styðjandi samfélag

Eliza Reid forsetafrú, sem er verndari Alzheimersamtakanna, situr fund bæjarstjórnar á Akureyri, en Akureyrarbær er fyrsta „styðjandi samfélagið“ og „heilavinur“. Verkefnið „styðjandi samfélag“, sem á sér erlendar fyrirmyndir, byggist á því að sveitarfélög og bæir leggi einstaklingum með heilabilunarsjúkdóma lið með því að gerast „heilavinir“. Í því felst m.a. að starfsfólk þessara sveitarfélaga fái sérstaka fræðslu um einkenni heilabilunar og ráðleggingar um hvernig best er að haga samskiptum við þá sem við hana glíma. Markmiðið er að hver einstaklingur sem greinst hefur með heilabilun eigi sér einn „heilavin“. Ef það næst yrðu þeir um 4500 á Íslandi.

Á Akureyri heimsótti forsetafrú öldrunarheimilin Lögmannshlíð og Hlíð og kynnti sér aðstöðuna og nýsköpunarverkefni í dagþjálfun.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar