Fréttir | 11. feb. 2020

112-dagurinn

Forseti sækir móttöku í tilefni 112-dagsins í Björgunarmiðstöðinni við Skógarhlíð í Reykjavík. Forseti flutti þar ávarp og afhenti verðlaun, annars vegar til barna í 3. bekk grunnskóla sem tóku þátt í eldvarnagetraun, og hins vegar til Hilmars Elíssonar, skyndihjálparmanns ársins 2019, og tók sonur hans við viðurkenningu fyrir hans hönd.

Að athöfn lokinni kynnti forseti sér þá mikilvægu starfsemi sem fram fer í Skógarhlíð og ræddi við stjórnendur og starfsfólk á vakt.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar