Fréttir | 15. feb. 2020

Íslensku þýðingaverðlaunin

Forseti flytur ávarp og afhendir Íslensku þýðingaverðlaunin við hátíðlega athöfn á Gljúfrasteini. Í ár var Jón Stefán Kristjánsson sæmdur þessum heiðri fyrir þýðingu sína á verkinu Hin ósýnilegu eftir norska rithöfundinn Roy Jacobsen sem Mál og menning gaf út. Bandalag þýðenda og túlka stendur að verðlaununum, með stuðningi Rithöfundasambands Íslands og Félags íslenskra bókaútgefenda.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar