Fréttir | 16. feb. 2020

Aldarafmæli Hæstaréttar Íslands

Forseti flytur opnunarávarp á afmælishátíð Hæstaréttar Íslands í Þjóðleikhúsinu. Fyrsta þinghald réttarins var haldið 16. febrúar 1920. Auk forseta fluttu ávörp forseti Hæstaréttar, forsætisráðherra, forseti Alþingis og dómsmálaráðherra. Fyrirlestra fluttu jafnframt Markús Sigurbjörnsson, fyrrverandi forseti réttarins, og Mads Bryde Andersen, prófessor við lagadeild Kaupmannahafnarháskóla. Þá færði forseti Hæstaréttar Noregs, Toril Marie Øie, Hæstarétti Íslands heillaóskir. Dagskrá stýrði Guðrún Erlendsdóttir, fyrsta konan til að gegna embætti hæstaréttardómara á Íslandi. Ávarp forseta má lesa hér og einnig á ensku hér.

 

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar