Fréttir | 25. feb. 2020

Nýr sendiherra Úganda

Forseti tekur á móti nýjum sendiherra Úganda, Nimisha Jayant Madhvani, sem afhendir trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um þróunarsamvinnu ríkjanna í Úganda, ekki síst á sviði kvenréttinda. Einnig var rætt um stöðu hinsegin fólks í landinu og flóttafólk þaðan sem fékk hæli á Íslandi. Þá var rætt um jarðhita í Úganda og mögulegt samstarf í þeim efnum, auk annarrar uppbyggingar innviða þar og fjárfestinga víða að utan.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar