Fréttir | 03. mars 2020

Opinber heimsókn til Póllands

Forsetahjón hefja opinbera heimsókn til Póllands við forsetahöllina í Varsjá þar sem forseti Póllands, Andrzej Duda, og frú Agata Kornhauser-Duda, tóku á móti þeim. Leiknir voru þjóðsöngvar landanna og forsetarnir könnuðu heiðursvörð. Í kjölfarið ræddu íslensku og pólsku forsetahjónin saman og svo tók við fundur forsetanna og fundur forseta og sendinefnda. Í höllinni undirrituðu Lilja Dögg Alfreðsdóttir og Dariusz Piontkowski, menntamálaráðherra Póllands, viljayfirlýsingu um aukið samstarf á sviði menntamála. Síðan lagði forseti blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnisvarða óþekkta hermannsins á Pilsudski torgi.

Ljósmyndarar: Wojciech Grzedzinski og Filip Błażejowski.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar