Fréttir | 15. apr. 2020

Afmæli Vigdísar Finnbogadóttur

Forseti sendir Vigdísi Finnbogadóttur heillaóskir á níræðisafmæli hennar. Vigdís var forseti Íslands 1980-1996, fyrst kvenna til að vera kjörin þjóðarleiðtogi í heiminum. Kveðju forseta má horfa á hér og lesa hér. Í bók forseta um fyrstu fjóra forseta Íslands, sem kom út 1. desember 2016, er stuttur kafli um fyrstu opinberu heimsókn Vigdísar á forsetastóli. Venju samkvæmt var haldið til Danmerkur og tók Margrét Þórhildur Danadrottning þar á móti forseta Íslands. Drottning fagnar á morgun áttræðisafmæli. Hér má lesa bókarkaflann um Danmerkurför Vigdísar Finnbogadóttur í febrúar 1981.

Hinn 8. nóvember síðastliðinn var Vigdís Finnbogadóttir sæmd heiðursdoktorsnafnbót við Háskólann á Akureyri. Boðað var til málþings þar af því tilefni og flutti forseti ávarp sem lesa má hér.

Sjá má syrpu mynda af Vigdísi Finnbogadóttur hér.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar