Fréttir | 03. maí 2020

Upplýsingafundur Almannavarna

Forseti situr upplýsingafund almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra ásamt Ölmu Möller landlækni, Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni og Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni. Forseti flutti ávarp og svaraði spurningum. Í máli sínu minnti forseti á nauðsyn samúðar og samstöðu í baráttu landsmanna við veiruna skæðu, þakkaði öllum sem hafa stuðlað að því að vel hefur gengið í þeim efnum hér á landi en hvatti landsmenn til að fylgja áfram leiðbeiningum og tilmælum forystusveitar okkar í almanna- og veiruvörnum. Hægt er að horfa á upplýsingafundinn hér.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar