Fréttir | 05. maí 2020

Mæðrablómið

Eliza Reid forsetafrú sækir hátíðarviðburð þar sem Mæðrablómið, árlegt söfnunarátak Mæðrastyrksnefndar, var kynnt. Athöfnin fór fram fyrir utan heimili Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands. Allur ágóði verður nýttur til að styrkja tekjulitlar konur til náms. Hægt er að kaupa kerti með leynilegum og ljúfum skilaboðum til stuðnings þessum góða málstað. Kertin verða til sölu í verslunum Pennans Eymundssonar á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri, í Epal í Skeifunni og Kringlunni, Snúrunni, Eldum Rétt, Nettó og hjá Heimkaup.is, í tvær vikur, frá 5.‒19. maí.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar