Fréttir | 26. maí 2020

Stóra upplestrarkeppnin

Forseti flytur ávarp og afhendir verðlaun í Stóru upplestrarkeppninni í Hafnarfirði. Fyrir 24 árum var keppni af þessu tagi fyrst haldin þar og síðan hafa viðlíka viðburðir verið haldnir víða um land. Nemendur í 7. bekk spreyta sig á því að lesa bókarkafla og ljóð og í dag kepptu 16 nemendur til úrslita. Ellen María Arnardóttir þótti hlutskörpust en allir stóðu þátttakendur sig með stakri prýði.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar