Fréttir | 29. maí 2020

Hringsjá

Forseti flytur ávarp og afhendir verðlaun við útskrift hjá Hringsjá. Þann stað sækir fólk sem fann sig ekki í hefðbundnari skólum eða hafði horfið af vinnumarkaði um skeið. Árangur af starfi þessa seturs er ótvíræður. Við athöfnina í dag kom fram að síðustu átta ár hafa um 86% þeirra, sem luku námi hjá Hringsjá, fengið starf eða haldið áfram frekara námi. Í máli sínu minnti forseti á mikilvægi vonar og sjálfstrausts, og jafnframt að í öflugu samfélagi fái allir tækifæri til að sýna hvað í þeim býr.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar