Fréttir | 02. júní 2020

Miðbær Selfoss

Forsetahjón heimsækja Selfoss og kynna sér áform um uppbyggingu nýs miðbæjar þar með gömlu yfirbragði. Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri Árborgar tók á móti forseta og forsetafrú. Leó Árnason fór síðan yfir framkvæmdir sem hafnar eru og þær sem eru í vændum. Þróunarfélagið Sigtún stendur að verkefninu og stefnt er að því að fyrsta áfanga þess verði lokið á næsta ári. Að kynningu lokinni sátu forsetahjón hádegisverð í Tryggvaskála ásamt forystusveit bæjarfélagsins og öðrum sem láta sig uppbygginguna varða.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar