Fréttir | 19. júní 2020

Samtök kvenna um nýja stjórnarskrá

Forseti á fund með stjórn Samtaka kvenna um nýja stjórnarskrá. Rætt var um stjórnarskrá Íslands, uppruna hennar og þróun. Þá var rætt um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá og afdrif þeirra eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um efni hennar fyrir átta árum. Þá var þess minnst að þennan dag, 19. júní, árið 1915 hlutu konur rétt til að taka þátt í alþingiskosningum. Kosningarétturinn var þó takmarkaður við 40 ára aldur fyrstu árin.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar