• Ljósmyndari: Daniel Þór Ágústsson.
Fréttir | 05. júlí 2020

Afmæli Sólheima

Forsetahjón sækja afmælishátíð á Sólheimum í Grímsnesi. Sesselja Sigmundsdóttir stofnaði barnaheimili á staðnum 5. júlí 1930. Hún lærði umönnun þroskaskertra barna fyrst Íslendinga. Tímamótunum í dag var fagnað með guðsþjónustu í kirkju staðarins. Forseti flutti þar stutt ávarp og nefndi þar hið merka brautryðjendastarf Sesselju og þá mannúð sem einkenndi öll hennar störf. Þá minnti forseti á nauðsyn þess að fólk með þroskaskerðingu hafi sem mest frelsi og val í eigin lífi, og megi þá horfa til samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Í því sambandi minnti forseti á merkt hlutverk Átaks, félags fólks með þroskahömlun.

 

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar