Fréttir | 09. júlí 2020

Knattspyrnumót

Forseti flytur opnunarávarp á Símamóti Breiðabliks í Kópavogi. Stúlkur í 5.-7. flokki keppa á þessu stærsta knattspyrnumóti landsins sem nú er haldið í 36. sinn. Keppendur eru yfir 2.400 og hundruð sjálfboðaliða koma að viðburðinum, undir styrkri stjórn starfsmanna Breiðabliks. Mótið er með öðru sniði í ár vegna veiruvarna og í ávarpi sínu hvatti forseti foreldra, forráðamenn og alla viðstadda til að fylgja reglum og tilmælum í hvívetna.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar