Fréttir | 11. ágú. 2020

Eldflaugarskot frá Langanesi

Forseti á fund með fulltrúum Geimvísinda- og tækniskrifstofu Íslands og eldflaugafyrirtækisins Skyrora. Liðsmenn Skyrora eru staddir hér á landi til að skjóta upp eldflaug frá Langanesi. Fyrirtækið hyggst senda smáa gervihnetti á sporbraut um jörðu með þeim hætti og eldflaugaskot hér er liður í þróunarstarfi í þeim efnum. Forsvarsmenn Skyrora kynntu áform sín fyrir forseta og einnig var rætt almennt um geimrannsóknir og möguleika á Íslandi í þeim efnum.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar