Fréttir | 28. ágú. 2020

Jón Vídalín

Forseti flytur opnunarávarp á málþingi í Vídalínskirkju í Garðabæ um Jón biskup Vídalín. Jón fæddist á Görðum á Álftanesi og þjónaði þar um skeið en er best þekktur fyrir húslestrarbók sína, Vídalínspostillu, sem skipar verðugan sess í íslenskri trúar- og menningarsögu. Til málþingsins var boðað í tilefni þess að út er komið tveggja binda verk, safn rita meistara Jóns og ævisaga hans eftir Torfa K. Stefánsson Hjaltalín. Forseti ritar þar formálsorð.

Sunnudaginn kemur, tólfta sunnudag eftir trínitatis, verður ártíðar Jóns minnst. Þá verða 300 ár frá því að hann lést á Uxahryggjaleið, þar sem nú heitir Biskupsbrekka. Á sunnudaginn verður vígður nýr kross þar og afhjúpað minnismerki um meistara Jón sem Páll Guðmundsson á Húsafelli bjó til fyrir forgöngu Skálholtsfélagsins hins nýja.

Upptöku af ávarpi forseta og málþinginu í dag má finna hér.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar