Fréttir | 01. sep. 2020

Bætt aðgengi á Bessastöðum

Forseti og forsetafrú taka á móti gestum í tilefni þess að aðgengi fólks, sem nota þarf hjólastóla, hefur verið bætt til muna á Bessastöðum með tveimur lyftum. Meðal gesta voru Þuríður Harpa Sigurðardóttir, stjórnarformaður Öryrkjabandalags Íslands, Ingveldur Jónsdóttir, formaður málefnahóps Öryrkjabandalagsins um aðgengi, Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar, Arnar Helgi Lárusson, formaður SEM, Guðjón Sigurðsson, formaður MND-félagsins, og Brandur Bjarnason Karlsson sem hyggst senn halda í hringferð um landið til að vekja athygli á aðgengismálum.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar