Fréttir | 15. sep. 2020

Sendiherra Evrópusambandsins

Forseti tekur á móti nýjum sendiherra Evrópusambandsins, Lucie Samcová-Hall Allen, sem afhendir trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um varnir gegn veirunni skæðu og árangur Íslendinga í þeim efnum. Þá var rætt um samstarf Íslands og aðildarríkja ESB á sviði mennta og menningar og öðrum sviðum, meðal annars við nýtingu jarðhita víða í Evrópu. Þá var rætt um aðgerðir íslenskra stjórnvalda til að stuðla að auknu jafnrétti á vinnumarkaði. Loks var rætt um lýðræðisþróun á alþjóðavettvangi og horfur í þeim efnum nær og fjær.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar