• Ljósmynd: Áskell Þórisson.
Fréttir | 16. sep. 2020

Birkifræ

Forseti safnar birkifræjum í skógarlundi við Bessastaði. Með þessum hætti hófst landsátak til útbreiðslu birkiskóga sem Skógræktin og Landgræðslan standa að ásamt samstarfsaðilum. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, var viðstaddur og tók þátt í að safna fræjunum en nánari upplýsingar um þetta verkefni má finna á vefnum birkiskogur.is. Samstarfsaðilar Landgræðslunnar og Skógræktarinnar í þessu verkefni eru Terra, Prentmet Oddi, Bónus, Landvernd, Skógræktarfélag Íslands, Kópavogsbær og Lionshreyfingin.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar