Fréttir | 29. sep. 2020

Sendiherra Svíþjóðar

Forseti tekur á móti nýjum sendiherra Svíþjóðar, Pär Ahlberger, sem afhendir trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um tvíhliða samskipti ríkjanna, mikilvægi norrænnar samvinnu, ekki síst á sviði menningar og mennta, auk sviptinga í alþjóðamálum. Þá var rætt um aukinn áhuga sænskra stjórnvalda á málefnum norðurslóða.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar