Fréttir | 13. nóv. 2020

Íslensku menntaverðlaunin

Forseti afhendir ásamt fleirum Íslensku menntaverðlaunin á Bessastöðum eins og fram kemur í myndskeiði sem tekið var upp við það tækifæri og birt formlega í dag; sjá má myndskeiðið hér. Verðlaunin voru veitt á árunum 2005-2011 en þá varð hlé á í kjölfar bankahrunsins uns þau voru endurvakin nú í ár.
Þeir sem hrepptu Íslensku menntaverðlaunin árið 2020 voru Dalskóli í Úlfarsárdal í Reykjavík, Birte Harksen, þróunarverkefnið Smiðjur í Langholtsskóla í Reykjavík og Ingvi Hrannar Ómarsson og Utís hópurinn -- sjá nánar í fréttatilkynningu.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar