Fréttir | 16. nóv. 2020

Forseti Lettlands

Forseti á fjarfund með Egils Levits, forseta Lettlands. Rætt var um heimsfaraldurinn og stöðu mála á Íslandi og í Lettlandi, viðbrögð alþjóðasamfélagsins og vonir um bóluefni sem duga muni gegn farsóttinni. Þá var rætt um sjálfstæðisheimt Letta í ágúst 1991, atbeina Íslands í sjálfstæðisbaráttu þeirra og annarra Eystrasaltslanda um þær mundir. Í því sambandi var rætt um leiðir til að minnast þess að næsta ár verða liðin 30 ár frá því að Lettland, Eistland og Litáen endurheimtu sjálfstæði sitt.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar