Fréttir | 04. des. 2020

Viðtal við Oxford Political Review

Forseti sat fyrir svörum í beinni útsendingu á netinu hjá breska tímaritinu Oxford Political Review. Sjálfur nam forseti sagnfræði við Oxfordháskóla á sínum tíma og lék ritstjóranum, Nicholas Leah, meðal annars forvitni á að vita hvernig sagnfræðin hafi mótað störf hans sem forseti. Í viðtalinu ræddu þeir einnig um stöðu Íslands á alþjóðavettvangi og framtíðarhorfur í samskiptum landanna tveggja eftir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Stöðu forseta í stjórnskipun Íslands bar einnig á góma, sem og efnahagslífið á Íslandi eftir fjármálakreppuna sem hófst 2008, umhverfis- og jafnréttismál.

Viðtalið má nálgast í heild sinni á heimasvæðum Oxford Political Review á bæði Facebook og YouTube.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar