Fréttir | 08. des. 2020

Útflutningsverðlaun forseta Íslands 2020

Forseti afhendir Útflutningsverðlaun forseta Íslands við lokaða athöfn í Hörpu í Reykjavík. Að þessu sinni voru verðlaunin veitt Íslenskri erfðagreiningu, sem gegnt hefur afar þýðingarmiklu hlutverki við að ná tökum á yfirstandandi heimsfaraldri og stuðlað að því að halda efnahagslega og þjóðhagslega mikilvægri starfsemi gangandi á Íslandi. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar veitti verðlaununum viðtöku fyrir hönd starfsfólks. 

Samhliða afhendingu Útflutningsverðlaunanna var Hildi Guðnadóttur, tónskáldi og tónlistarmannai, veitt heiðursviðurkenning fyrir eftirtektarverð störf sem aukið hafa hróður Íslands á erlendri grundu. Systir Hildar, Margrét Guðnadóttir, veitti verðlaununum viðtöku fyrir hennar hönd.

Íslandsstofa er bakhjarl Útflutningsverðlauna forseta Íslands og gerði Hildur Árnadóttir stjórnarformaður hennar grein fyrir verðlaunahöfum. Verðlaunagripurinn til Íslenskrar erfðagreiningar var listaverk Guðjóns Ketilssonar sem hann vann sérstaklega af þessu tilefni.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar