• Ljósmynd: Anna Rósa Guðmundsdóttir.
Fréttir | 10. des. 2020

Grænfáninn á Hvanneyri

Forseti sækir umhverfishátíð við Hvanneyrardeild Grunnskóla Borgarfjarðar. Skólinn fékk Grænfánann afhentan í tíunda sinn og hefur enginn annar skóli á Íslandi náð þeim áfanga. Landvernd stýrir Grænfánaverkefninu hér á landi fyrir hönd alþjóðasamtakanna Foundation for Environmental Education. Nemendur á Hvanneyri tóku virkan þátt í athöfninni, sungu fyrir forseta og aðra gesti og hlýddu á ávörp. Grænfáninn var svo dreginn að hún og viðstaddir nutu veitinga utan dyra.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar